KFR 5 flokkur karla fékk Háttvísiverðlaun á N1 mótinu á Akureyri

5. flokkur karla KFR. Flottir og stoltir strákar með Sveinsbikarinn.
5. flokkur karla KFR. Flottir og stoltir strákar með Sveinsbikarinn.

 

5. flokkur karla úr Knattspyrnufélagi Rangæinga voru svo sannarlega sinni heimabyggð til sóma á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri 1. - 4. júlí. Eftir skemmtilegt mót og mikið af flottum töktum fengu strákarnir okkar afhentan Sveinsbikarinn, háttvísisverðlaun veitt þeim sem hafa sýnt framúrskarandi háttvísi og prúðmennsku bæði innan vallar sem utan.

Hér er greinilega um að ræða flotta stráka sem Rangæingar geta verið stoltir af. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Til hamingju 5. flokkur karla KFR!!