7. desember - Samverudagatal

Það er notalegt að hjúfra sig saman undir teppi og lesa saman góða jólasögu. Jólasögurnar eiga það allar sameiginlegt að auka gleði og kveikja jólastemningu í hjartanu, hvort sem það eru nýjar sögur eða gamlar. Bækur eins og Frú Pigalopp og jólapósturinn og Snjósystirin eru líka góð dæmi um bækur sem er skipt niður í 24 kafla og þá má lesa 1 kafla á dag frá 1.-24. desember til að stytta stundirnar. Margir kannast líka við skemmtilegu jólasveinabókina þar sem lesa má um hvern jólasvein fyrir sig þegar sá kemur til byggða.