Skálakot - fjölskyldurekið fyrirtæki í fögru umhverfi

Skálakot er staðsett undir Eyjafjöllum þar sem fegurð náttúrunnar er allsráðandi og umhverfið hlýlegt og notalegt. Hjónin Guðmundur Viðarsson og Jóhanna Þórhallsdóttir hafa stundað ferðaþjónustu á bænum í yfir 30 ár en þau byrjuðu með hestaferðir inn á hálendið og í Þórsmörk sem enn eru í boði og afar vinsæl. Guðmundur, eða Mummi, eins og hann er alltaf kallaður, keyptu jörðina fyrir hjartnær 35 árum af föðurafa og -ömmu Mumma og eru þau hjón ekki aðeins með stærðar ferðaþjónustu heldur eru þau einnig með myndarlega hrossaræktun og yfir 300 kindur. Það má með sanni segja að öll fjölskyldan sé komin á kaf í ferðaþjónustuna en börnin þeirra þrjú, Þorgerður Jóna, Orri og Birta, reka öll sín eigin ferðaþjónustufyrirtæki ásamt mökum sínum. Árið 2017 var svo opnað glæsilegt hótel á bænum, Skálakot Manor Hotel, en þar eru 14 lúxus herbergi í Art Deco stíl ásamt veitingastað sem leggur áherslu á ferskt hráefni úr héraði.

Eins og áður sagði byrjuðu Mummi og Jóhanna sinn feril í ferðaþjónustunni með hestaferðum og bjóða nú upp á bæði stuttar ferðir og allt upp í fjögurra daga ferðir. Ásamt hestaferðunum er boðið upp á lengri og styttri gönguferðir, jökulferðir, hægt að fara á kanó og snjósleða og jafnvel skella sér í þyrluflug. Það er allt til alls í Skálakoti, svæðið er einstaklega barnvænt og skemmtilegt ásamt því að stutt er í margar af helstu náttúruperlur svæðisins.

Heimasíða Skálakot