Systurnar frá Miðtúni sungu fyrir heimilisfólk á Kirkjuhvoli

Tvíburasysturnar Oddný og Freyja Benónýsdætur og hálfsystir þeirra Margrét Ósk Guðjónsdóttir, frá Miðtúni í Hvolhrepp, slógu heldur betur í gegn á samfélagsmiðlunum þegar Covid stóð sem hæst í vetur. Þá settu þær inn myndbönd þar sem þær sungu ýmis lög og var áhorfið margfalt meira en þær bjuggust við. Guðjón Halldór Óskarsson, faðir Margrétar og stjúpfaðir þeirra Oddnýjar og Freyju lék undir hjá þeim.

Var m.a. viðtal við þær systur í sjónvarpinu, bæði í Bítinu og fréttum Stöðvar 2 og Magnús Hlynur Hreiðarsson birti umfjöllun um þær ásamt myndböndum á facebook síðu sinni en hann kom og hitti þær systur í Miðtúni. Oddný og Freyja vinna nú á Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli í sumar og héldu stutta tónleika, ásamt Margréti, fyrir heimilisfólk og starfsfólk. Guðjón Halldór spilaði að sjálfsögðu undir og var ánægjan mikil meðal þeirra sem á hlýddu.

Magnús Hlynur hittir Miðtúnssystur

Umfjöllun Mannlífs um systurnar