Anton Gylfason heimsækir Hellishóla

Anton Gylfason, er maður sem kallar sig sérfræðing í ferðalögum innanlands, en hann heldur út youtube rásinni Anton Adria sem og facebook síðunni Ferðast með Antoni. Í myndböndum sínum heimsækir hann nokkra staði en einnig er Anton að sýna fólki ýmis góð ráð þegar kemur að umsjón með ferðavögnum en Adria nafnið er einmitt vísun í Adría hjólhýsið sem Anton ferðast með. Hjá Antoni má líka læra að poppa á grilli og grilla kjöt í holu í fjöru.

Nýverið heimsótti Anton Hellishóla í Fljótshlíð en á Hellishólum má finna fjölbreytta gistingu og afþreyingu. Anton fer lofsamlegum orðum um aðstöðuna á svæðinu, dásamlega náttúruna allt í kring og fer svo í skemmtigöngu um langtímasvæðið á Hellishólum en þar hafa gestir búið sér til litla palla við hýsin sín og fegrað sitt nærumhverfi með ýmsum hætti. Í videoinu má svo finna upplýsingar um hvað sé hægt að finna á nágrenni Hellishóla.

Á Hellishólum eru gistimöguleikarnir margvíslegir, þar má finna hótel, hostel, sumarhús og tjaldsvæði og ljóst er að hvernig sem landinn kýs að gista í sínum ferðalögum þá bjóða Hellishólar upp á eitthvað sem hentar öllum. Börn eru sannarlega velkomin á svæðið og við þjónustuhúsið má finna ærslabelg, hoppukastala, rólur og rennibraut. 9 holu golfvöllurinn er svo glæsileg viðbót við aðra afþreyingarmöguleika á svæðinu.