Fjölbreytt verkefni í vinnuskólanum

Krakkarnir í vinnuskólanum ásamt verk- og flokkstjórum sínum hafa unnið hörðum höndum við að fegra nærumhverfið bæði í þétt- og dreifbýlinu. Þau hófu störf í byrjun júní og hafa komið víða við síðan þá. Í vinnuskólanum eru börn fædd 2004 - 2007 og er verkstjórn í höndum þeirra Sæbjargar Evu Hlynsdóttur og Ólafar Söru Garðarsdóttur. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem verkstjórar sendu af kátum krökkum við vinnu sína.

Vinnuskólinn 2020