Ísólfur Gylfi fræðir landann um hvað Rangárþing eystra hefur uppá að bjóða

Fjölskyldurvænt sveitarfélag
Fjölskyldurvænt sveitarfélag

Áhugavert og fræðandi viðtal við Ísólf Gylfa Pálmason, fyrrverandi sveitarstjóra, í kynningarblaði Fréttablaðsins "Ísland komdu með" sem kom út laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Það eru fáir sem þekkja sveitarfélagið okkar fallega eins vel og Ísólfur Gylfi, enda á hann ekki í vandræðum með að telja upp nokkrar af helstu perlum Rangárþings eystra og áfangastaði sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Hvolsvöllur er einungis um klukkustundar akstur frá Reykjavík og er því kjörinn áfangastaður, bæði fyrir þá sem hafa bara hug á að skreppa í rólegan en skemmtilegan dagstúr og fyrir þá sem vilja fara í lengra frí á svæði sem hefur upp á allt að bjóða.


Grein í Fréttablaðinu bls. 66