Útivera og hreyfing á aðventunni; skógræktarreiturinn í Múlakoti
30.11.2020
Í sumar kom Rangárþing eystra, Skógræktinni til aðstoðar við að grisja brotin tré undanfarinna ára, koma þeim á Tumastaði í veg fyrir kurlara og síðan að gera gönguleiðir um gömlu stöðina og upp í skóginn fyrir ofan kletta. Þetta unnu síðan atvinnu aukandi hópur sveitarfélagsins, þeir námsmenn sem sóttu um vinnu í ástandinu sem var og er enn. Grafnir voru skurðir til að þurrka gönguleiðir og borið kurl í stíginn ofan og neðan kletta. Lagaðir voru bekkir og borð, málað hlið og gert við tröppur. Má segja að þessi fyrrum náttúruparadís hafi fengið smá uppreisn æru. Svæðið er í umsjón skógræktarinnar og eins og öll hennar svæði eru þau opin öllum almenningi til útivistar allan ársins hring.