Fréttir

Útivera og hreyfing á aðventunni; skógræktarreiturinn í Múlakoti

Í sumar kom Rangárþing eystra, Skógræktinni til aðstoðar við að grisja brotin tré undanfarinna ára, koma þeim á Tumastaði í veg fyrir kurlara og síðan að gera gönguleiðir um gömlu stöðina og upp í skóginn fyrir ofan kletta. Þetta unnu síðan atvinnu aukandi hópur sveitarfélagsins, þeir námsmenn sem sóttu um vinnu í ástandinu sem var og er enn. Grafnir voru skurðir til að þurrka gönguleiðir og borið kurl í stíginn ofan og neðan kletta. Lagaðir voru bekkir og borð, málað hlið og gert við tröppur. Má segja að þessi fyrrum náttúruparadís hafi fengið smá uppreisn æru. Svæðið er í umsjón skógræktarinnar og eins og öll hennar svæði eru þau opin öllum almenningi til útivistar allan ársins hring.

Hreimur gefur út nýja sóló plötu

8 ár eru síðan Hreimur gaf síðast út plötu einn og á henni má finna lög sem Hreimur hefur verið að semja sl. ár.

Aðventan í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra er að safna saman upplýsingum um viðburði, verslun og þjónustu sem hægt er að nýta sér í sveitarfélaginu á aðventunni

Jólagjöfin í ár er sunnlensk upplifun

Á Suðurlandi má finna mjög fjölbreytta þjónustu og afþreyingu þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þig langar í sæluferð með maka, ævintýraferð með vinahópnum eða skemmtilega fjölskylduferð. Á síðunni www.sudurland.is/gjafabref má finna úrval af gjafabréfum sem hægt er að kaupa hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.

Mikil prjónamenning í Rangárþingi eystra

Anna Kristín Helgadóttir hannar og gefur út prjónabækur og Kvenfélagið Eining stendur fyrir áheitaprjóni