Fréttir

Fleiri fróðleiksmolar um Rangárþing eystra

Vissuð þið að það eru 6 félagsheimili í sveitarfélaginu og 1 kapella.

RURITAGE ljósmyndasamkeppninni

Viltu sýna heiminum hvað það er sem gerir svæðið innan Kötlu jarðvangs sérstakt? Ef svo er, þá er upplagt að taka þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni! Samkeppnin er einstakt tækifæri fyrir íbúa svæðisins til að draga fram þá möguleika sem eru til staðar varðandi náttúru- og menningararfleið svæðisins. Ljósmyndasamkeppnin stendur yfir frá 1. júlí til 31. október 2020 og geta bæði einstaklingar og samtök tekið þátt. Til að taka þátt þarf að senda inn ljósmynd(ir) sem teknar hafa verið innan Kötlu jarðvangs.

Nokkrir fróðleiksmolar um Rangárþing eystra

Vissuð þið að elsti íbúi sveitarfélagsins er 102 ára og nú búa 1960 einstaklingar í sveitarfélaginu

10. bekkur gefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ferðasjóðinn sinn

Það er venja í Hvolsskóla að 10. bekkur fer í ferð til Danmerkur áður en þau útskrifast. Nemendurnir safna fyrir ferðinni allt skólaárið og eiga því góðan sjóð þegar haldið er utan. Í ár hafði Covid 19 það í för með sér að 10. bekkur komst ekki í ferðina sína en fór í staðin í ferð innanlands. Afganginn úr ferðasjóðnum fékk Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Gengið á Þríhyrning

Ein af mörgum skemmtilegu fjallgönguleiðum í Rangárþingi eystra og hefur verið nokkuð vinsæl hjá bæði reyndum og óreyndum göngumönnum.

Hellar í Rangárþingi eystra

Vissir þú að í Rangárþingi eystra eru allnokkrir hellar sem hægt er að heimsækja. Hellarnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og virkilega gaman að heimsækja

Áður óbirt kvæði Tómasar Guðmundssonar flutt í Múlakoti

Sonur og tengdadóttir Tómasar færðu hjónunum í Múlakoti þetta kvæði að gjöf til staðarins.

Frú Vigdís Finnbogadóttir í heimsókn í Rangárþingi eystra

Jón Gísli Harðarson bauð Vigdísi að koma og upplifa fegurð og menningu Rangárþings eystra og upplifa nálægðina við menningararfinn í gegnum t.d. Njálssögu.

Útivist í Rangárþingi eystra - vinnum saman og virðum sóttvarnarreglur

Landeyjarsandur og Tunguskógur eru tilvalin útivistarsvæði í sveitarfélaginu þar sem vel er hægt að fylgja sóttvarnarreglum.

Blómlegt menningarstarf að Kvoslæk í Fljótshlíð

Hjónin Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason að Kvoslæk í Fljótshlíð hafa staðið fyrir menningardagskrá síðastliðin sumur sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Boðið hefur verið upp á tónleika af ýmsum toga og hina ýmsu fyrirlestra. Í ár er engin undantekning og er dagskráin kölluð Gleðistundir að Kvoslæk.