Fréttir

Ísólfur Gylfi leiddi sögugöngu um Hvolsvöll

Föstudaginn 17. júlí gekk Ísólfur Gylfi Pálmason, með góðan hóp af fólki, um elsta hluta Hvolsvallar og sagði sögu þéttbýlisins en um hana er Ísólfur einna fróðastur manna. Ísólfur hefur einstakan frásagnarhæfileika og þéttbýlismyndunin á Hvolsvelli hefur líklega birst gönguhópnum ljóslifandi í gegnum sögur hans.

Nátttúrperlan og útivistarparadísin Skógar undir Eyjafjöllum

Skógafoss undir Eyjafjöllum er einn þekktasti og fallegasti foss landsins, en á Skógum er líka svo mikið meira sem kemur skemmtilega á óvart. Þar eru margar faldar náttúruperlur, afþreying og þjónusta sem vert er að skoða og upplifa, eins og t.d. Völvuskógur, fjöldi fossa í Skógaá og Skógaárgljúfri, Skógasafn, Kvernufoss, fjöldin allur af gisti-, veitinga- og afþreyingamöguleikum. Hér ættu svo sannarlega allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Spennandi viðburðir helgina 17. - 19. júlí

Næstkomandi helgi verður skemmtileg í Rangárþingi eystra og hægt verður að sækja áhugaverða viðburði alla helgina. Ferðaþjónustuaðilar eru með góð tilboð bæði í mat og gistingu og allt lítur út fyrir að veðurspáin verði einna hagstæðust hér hjá okkur á Suðurlandinu. Fylgist með hvað er í boði og eigið góðar stundir í Rangárþingi eystra.

Sigrún Jónsdóttir, listamaður, opnar heimasíðu

Sigrún Jónsdóttir, Ásvelli í Fljótshlíð, er fædd árið 1970. Hún er frá Lambey, dóttir hjónanna Jóns "Jónda" Kristinssonar og Ragnhildar Sveinbjarnardóttur. Sigrún á því ekki langt að sækja listina. Sigrún var valin sveitalistamaður Rangárþings eystra árið 2014 og var það í fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt. Sigrún hefur meðal annars haldið námskeið, sett upp sýningar, myndskreytt og gert sviðsmyndir fyrir leiksýningar. Nú hefur hún opnað heimasíðu um verk sín þar sem hægt er að kaupa bæði málverk og tækifæriskort. Sunnudaginn 19. júlí nk. mun Sigrún opna vinnustofu sína að Ásvöllum í Fljótshlíð milli klukkan 14 - 18 og gefst þar gott tækifæri til að skoða verk Sigrúnar.

Minningabrot Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar um Múlakot

Séra Sváfnir Sveinbjarnarson er fæddur og uppalinn á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og man vel eftir heimsóknum í Múlakot enda mikill ævintýrastaður og þá sérstaklega garðurinn, skreyttur marglitum ljósum. Séra Sváfnir lýsir einkar vel kynnum sínum af Ólafi Túbals sem var fjölhæfur og listfengur á mörgum sviðum. Séra Sváfnir tók við prestskap af föður sínum á Breiðabólsstað árið 1963 og varð prófastur í Rangárvallaprófastdæmi árið 1973. Árið 1998 hlaut hann lausn frá embættum og býr nú á Hvolsvelli.

Falleg linsuský á himni yfir Eyjafjallajökli

Þessa fallegu mynd af linsuskýi tók Anna Runólfsdóttir bóndi í Fljótsdal í Fljótshlíð. Seint s.l. fimmtudagskvöld tóku margir eftir einstaklega fallegu skýjafari á himni yfir Eyjafjallajökli og streymdu myndir inn á facebook síður íbúa og gesta á svæðinu. Himininn yfir jöklinum er oft á tíðum mjög fallegur og í skýjunum má jafnvel sjá kynjaverur og heilu listaverkin sem gleðja augað.

Skemmtilegir dagar framundan í Rangárþingi eystra

Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir eru framundan í Rangárþingi eystra. Helgina 9. -12. júlí verða ferðaþjónustuaðilar með skemmtilega viðburði í boði og spennandi tilboð á afþreyingu, gistingu og veitingum. Ungmenni í vinnuskólanum bjóða uppá sprell og andlitsmálun á miðbæjartúninu. Kynnið ykkur það sem er í boði - Allir velkomnir.

KFR 5 flokkur karla fékk Háttvísiverðlaun á N1 mótinu á Akureyri

5. flokkur karla úr Knattspyrnufélagi Rangæinga voru svo sannarlega sinni heimabyggð til sóma á N1 mótinu sem fram frór á Akureyri 1. - 4. júlí. Eftir skemmtilegt mót og mikið af flottum töktum fengu okkar menn afhentan Sveinsbikarinn, háttvísisverðlaun veitt þeim sem hafa sýnt framúrskarandi háttvísi og prúðmennsku bæði innan vallar sem utan.

Guðmundur og Jakob hlutu Sleipnisbikarinn fyrir stóðhestinn Skýr frá Skálakoti

Sleipnisbikarinn, heiðursverðlaun íslenskrar hrossaræktar, var afhentur þeim Guðmundi Viðarssyni og Jakobi Svavari Sigurðssyni, ræktendum stóðhestsins Skýrs frá Skálakoti, á Landssýningu kynbótahrossa sem fram fór á Gaddstaðaflötum helgina 26. - 28. júní.

Íslandsmót í flugi 2020, flughátíðin Allt sem flýgur 2020 og loftbelgur í Rangárþingi!

Þessa dagana fer fram Íslandsmótið í flugi í Rangárþingi og í kjölfarið af því hefst svo flughátíðin Allt sem flýgur 2020 þanni 10. júlí. Af því tilefni býður Flugmálafélag Íslands, í samvinnu við H2 Ballooning, uppá flug í loftbelg sem mun fljúga m.a. frá Hótel Rangá meðan á hátíðarhöldunum stendur. H2 Ballooning er þýskt fyrirtæki með áratugareynslu af loftbelgjaflugi og frá þeim verður Dominik Haggeney aðal flugmaður loftbelgsins.