Fréttir

Leikvellir á Hvolsvelli

Á Hvolsvelli eru hvorki meira né minna en 7 leikvellir ef leikvellirnir við Hvolsskóla og Leikskólann Örk eru teknir með. Á miðbæjartúninum má svo líka finna lítinn kastala og Ærslabelg þannig að yngsta kynslóðin getur skemmt sér vel.

Bekkjarsáttmálar í Hvolsskóla

Eitt af verkefnum haustsins hjá nemendum í Hvolsskóla er að útbúa svokallaða bekkjarsáttmála. Þá velja nemendur í sameiningu lífsgildi sem eiga að vera leiðarljós bekkjarins í samskiptum og starfi yfir veturinn.

Frímann Gunnarsson kannar menningu í Rangárþingi

Heimsborgarinn Frímann Gunnarsson hefur síðastliðna sunnudaga verið með þætti á Rúv sem hann kallar Smáborgarasýn Frímanns Gunnarssonar. Þar leitast Frímann við að kanna hvort að einhverja menningu sé að finnast utan borgarinnar og rýnir af sinni alkunnu snilld í þjóðarsál Íslands á landsbyggðinni. Frímann hefur því ferðast um landið á húsbíl og í síðasta þætti staldraði hann við í Rangárþingi.

Þórsmörk - friðland í 100 ár. Þættir á Hringbraut

Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut er nú verið að sýna þáttaröðina Þórsmörk - friðland í 100 ár. Þættirnir eru tveir og tilefnið er að árið 2019 voru 100 ár síðan 40 bændur úr Fljótshlíð fóru fram á það að Skógræktin tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stórhættu vegna uppblásturs. Síðar samdi Landgræðsla ríkisins við Vestur-Eyfellinga um friðun Almenninga, Steinsholts og Stakkholts.

Bændur ríða heim eftir smölun á Almenningum í Þórsmörk

Á haustin smala bændur fé sínu heim og eru Eyfellingar þar engin undantekning. Þeir smala m.a. fé sínu heim af Almenningum í Þórsmörk en þangað er fénu keyrt á vorin til að eyða sumrinu í faðmi fjalla og jökla. Um nýliðna helgi var öllu fé smalað saman af Almenningum og eftir þá smölun fara bændur ríðandi heim. Meðfylgjandi mynd nær að fanga stemminguna og fegurðina hjá smölum er þeir riðu á móti kvöldsólinni með Stóra Dímon í fjarska. Myndin var fengin hjá Guðmundi Viðarssyni bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum.

Bókakaffið á Heimalandi

15. september, verður fyrsta Bókakaffi vetrarins haldið en til að gæta fyllstu aðgátar og fara eftir settum reglum verður kaffið í kaffisalnum.

Heilsueflandi samfélag - starfshópur tekur til starfa

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er heildstætt með áhrifaþætti heilbrigðis og er meginmarkmið starfsins að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Rangárþingi eystra.

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er opið til 1. nóvember nk.

Afgirt og huggulegt svæði með háum öspum í kring, hver flöt er afstúkuð með trjám og flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð og á Hvolsvelli má t.d. finna Heilsustíg með 15 skemmtilegum stöðvum og Frisbígolf völl.

Viðtal við Braga Þór Hansson, forstöðumann mötuneytis Rangárþings eystra.

Skömmtunarlína gerð í eldhúsinu í Hvolsskóla til bóta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Minni matarsóun og nú á COVID tímum er betra að færri sjái um að deila út mat. Hefur gengið mjög vel.

"Langaði að vera fátækur listamaður og túristi í eigin landi"

Listamaðurinn Tryggvi Pétursson hefur haldið til á Hvolsvelli í sumar og stundað listsköpun sína í einum af bröggunum í miðbænum. Tryggvi gaf sveitarfélaginu tvö listaverk eftir sig þegar hann kvaddi sveitarfélagið í lok sumars.