Fréttir

Njálurefillinn á Hvolsvelli fær 25 milljóna króna styrk til að setja refilinn í varanlegt sýningarhúsnæði

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálureflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma sýningunni upp sé um 50 milljónir.

Ljósakvöldi í Múlakoti 2020 aflýst

Fram til þessa hefur ljósakvöld verið fastur haustatburður og við höfum ekki látið smávegis vætu á okkur fá. Í fyrra flúðum við inn í matsalinn vegna rigningar en staðan í heilbrigðismálum er slík að við viljum ekki taka neina áhættu. Við sjáum ekki fram á að geta haldið 2 m fjarlægð milli samkomugesta og aflýsum því Ljósakvöldi árið 2020

Gleðistundum að Kvoslæk frestað

Gleðistundum sem fyrirhugaðar voru að Kvoslæk 22. og 29. ágúst 2020 verður frestað til sumarsins 2021 vegna Covid - faraldursins. 

Ýmislegt í boði hjá Rafverkstæði Ragnars

Ásamt hefðbundinni þjónustu rafvirkja er að finna litla búð við hlið verkstæðisins þar sem ýmislegt er hægt að fá og kemur örugglega mörgum á óvart hvað úrvalið er gott.

RURITAGE ljósmyndasamkeppninni

Viltu sýna heiminum hvað það er sem gerir svæðið innan Kötlu jarðvangs sérstakt? Ef svo er, þá er upplagt að taka þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni! Samkeppnin er einstakt tækifæri fyrir íbúa svæðisins til að draga fram þá möguleika sem eru til staðar varðandi náttúru- og menningararfleið svæðisins. Ljósmyndasamkeppnin stendur yfir frá 1. júlí til 31. október 2020 og geta bæði einstaklingar og samtök tekið þátt. Til að taka þátt þarf að senda inn ljósmynd(ir) sem teknar hafa verið innan Kötlu jarðvangs.

10. bekkur gefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ferðasjóðinn sinn

Það er venja í Hvolsskóla að 10. bekkur fer í ferð til Danmerkur áður en þau útskrifast. Nemendurnir safna fyrir ferðinni allt skólaárið og eiga því góðan sjóð þegar haldið er utan. Í ár hafði Covid 19 það í för með sér að 10. bekkur komst ekki í ferðina sína en fór í staðin í ferð innanlands. Afganginn úr ferðasjóðnum fékk Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Gengið á Þríhyrning

Ein af mörgum skemmtilegu fjallgönguleiðum í Rangárþingi eystra og hefur verið nokkuð vinsæl hjá bæði reyndum og óreyndum göngumönnum.

Frú Vigdís Finnbogadóttir í heimsókn í Rangárþingi eystra

Jón Gísli Harðarson bauð Vigdísi að koma og upplifa fegurð og menningu Rangárþings eystra og upplifa nálægðina við menningararfinn í gegnum t.d. Njálssögu.

Útivist í Rangárþingi eystra - vinnum saman og virðum sóttvarnarreglur

Landeyjarsandur og Tunguskógur eru tilvalin útivistarsvæði í sveitarfélaginu þar sem vel er hægt að fylgja sóttvarnarreglum.

Verslunarmannahelgin í Rangárþingi eystra

Vegna hertra reglna um sóttvarnir hafa orðið breytingar á áður auglýstum viðburðum í Rangárþingi eystra. Fylgist með hér á visithvolsvollur og á facebook síðu sveitarfélagsins.