04.08.2020
Jón Gísli Harðarson bauð Vigdísi að koma og upplifa fegurð og menningu Rangárþings eystra og upplifa nálægðina við menningararfinn í gegnum t.d. Njálssögu.
31.07.2020
Landeyjarsandur og Tunguskógur eru tilvalin útivistarsvæði í sveitarfélaginu þar sem vel er hægt að fylgja sóttvarnarreglum.
29.07.2020
Vegna hertra reglna um sóttvarnir hafa orðið breytingar á áður auglýstum viðburðum í Rangárþingi eystra. Fylgist með hér á visithvolsvollur og á facebook síðu sveitarfélagsins.
28.07.2020
Hjálpaði vinnuskólanum við hreinsun í Landeyjafjöru þar sem 1,8 tonn af rusli var fjarlægt.
22.07.2020
Krakkarnir og flokkstjórar þeirra slá ekki slöku við í sumar við að fegra bæinn.
22.07.2020
Systurnar, Oddný og Freyja Benónýsdætur og Margrét Ósk Guðjónsdóttir ættu að vera flestum kunnugar eftir að þær sungu sig inn í hjörtu landsmanna. Þær komu saman á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli og héldu tónleika fyrir heimilis- og starfsfólk.
21.07.2020
Allir ættu að finna sér eitthvað að gera og væntanlega verður líf og fjör um allt sveitarfélag
20.07.2020
Aðstandendafélag heimilisfólks á Kirkjuhvoli kom færandi hendi í síðustu viku er þau færðu heimilinu rausnarlega gjöf. Gjöfin var kaffi leirtau og skeiðar fyrir allt að 150 manns sem mun sannarlega koma vel að notum fyrir heimilisfólk, starfsfólk og gesti.
20.07.2020
Föstudaginn 17. júlí gekk Ísólfur Gylfi Pálmason, með góðan hóp af fólki, um elsta hluta Hvolsvallar og sagði sögu þéttbýlisins en um hana er Ísólfur einna
fróðastur manna. Ísólfur hefur einstakan frásagnarhæfileika og þéttbýlismyndunin á Hvolsvelli hefur líklega birst gönguhópnum ljóslifandi í gegnum sögur hans.
15.07.2020
Næstkomandi helgi verður skemmtileg í Rangárþingi eystra og hægt verður að sækja áhugaverða viðburði alla helgina. Ferðaþjónustuaðilar eru með góð tilboð bæði í mat og gistingu og allt lítur út fyrir að veðurspáin verði einna hagstæðust hér hjá okkur á Suðurlandinu.
Fylgist með hvað er í boði og eigið góðar stundir í Rangárþingi eystra.