Fréttir

Sveitarstjóri breytir um vinnustað í einn dag

Hjálpaði vinnuskólanum við hreinsun í Landeyjafjöru þar sem 1,8 tonn af rusli var fjarlægt.

Fjölbreytt verkefni í vinnuskólanum

Krakkarnir og flokkstjórar þeirra slá ekki slöku við í sumar við að fegra bæinn.

Systurnar frá Miðtúni sungu fyrir heimilisfólk á Kirkjuhvoli

Systurnar, Oddný og Freyja Benónýsdætur og Margrét Ósk Guðjónsdóttir ættu að vera flestum kunnugar eftir að þær sungu sig inn í hjörtu landsmanna. Þær komu saman á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli og héldu tónleika fyrir heimilis- og starfsfólk.

Viðburðir helgina 24.-26. júlí

Allir ættu að finna sér eitthvað að gera og væntanlega verður líf og fjör um allt sveitarfélag

Gjöf til Kirkjuhvols frá aðstandendum heimilisfólks

Aðstandendafélag heimilisfólks á Kirkjuhvoli kom færandi hendi í síðustu viku er þau færðu heimilinu rausnarlega gjöf. Gjöfin var kaffi leirtau og skeiðar fyrir allt að 150 manns sem mun sannarlega koma vel að notum fyrir heimilisfólk, starfsfólk og gesti.

Ísólfur Gylfi leiddi sögugöngu um Hvolsvöll

Föstudaginn 17. júlí gekk Ísólfur Gylfi Pálmason, með góðan hóp af fólki, um elsta hluta Hvolsvallar og sagði sögu þéttbýlisins en um hana er Ísólfur einna fróðastur manna. Ísólfur hefur einstakan frásagnarhæfileika og þéttbýlismyndunin á Hvolsvelli hefur líklega birst gönguhópnum ljóslifandi í gegnum sögur hans.

Spennandi viðburðir helgina 17. - 19. júlí

Næstkomandi helgi verður skemmtileg í Rangárþingi eystra og hægt verður að sækja áhugaverða viðburði alla helgina. Ferðaþjónustuaðilar eru með góð tilboð bæði í mat og gistingu og allt lítur út fyrir að veðurspáin verði einna hagstæðust hér hjá okkur á Suðurlandinu. Fylgist með hvað er í boði og eigið góðar stundir í Rangárþingi eystra.

Sigrún Jónsdóttir, listamaður, opnar heimasíðu

Sigrún Jónsdóttir, Ásvelli í Fljótshlíð, er fædd árið 1970. Hún er frá Lambey, dóttir hjónanna Jóns "Jónda" Kristinssonar og Ragnhildar Sveinbjarnardóttur. Sigrún á því ekki langt að sækja listina. Sigrún var valin sveitalistamaður Rangárþings eystra árið 2014 og var það í fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt. Sigrún hefur meðal annars haldið námskeið, sett upp sýningar, myndskreytt og gert sviðsmyndir fyrir leiksýningar. Nú hefur hún opnað heimasíðu um verk sín þar sem hægt er að kaupa bæði málverk og tækifæriskort. Sunnudaginn 19. júlí nk. mun Sigrún opna vinnustofu sína að Ásvöllum í Fljótshlíð milli klukkan 14 - 18 og gefst þar gott tækifæri til að skoða verk Sigrúnar.

Falleg linsuský á himni yfir Eyjafjallajökli

Þessa fallegu mynd af linsuskýi tók Anna Runólfsdóttir bóndi í Fljótsdal í Fljótshlíð. Seint s.l. fimmtudagskvöld tóku margir eftir einstaklega fallegu skýjafari á himni yfir Eyjafjallajökli og streymdu myndir inn á facebook síður íbúa og gesta á svæðinu. Himininn yfir jöklinum er oft á tíðum mjög fallegur og í skýjunum má jafnvel sjá kynjaverur og heilu listaverkin sem gleðja augað.

Skemmtilegir dagar framundan í Rangárþingi eystra

Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir eru framundan í Rangárþingi eystra. Helgina 9. -12. júlí verða ferðaþjónustuaðilar með skemmtilega viðburði í boði og spennandi tilboð á afþreyingu, gistingu og veitingum. Ungmenni í vinnuskólanum bjóða uppá sprell og andlitsmálun á miðbæjartúninu. Kynnið ykkur það sem er í boði - Allir velkomnir.