Fréttir

Skálakot - fjölskyldurekið fyrirtæki í fögru umhverfi

Skálakot er staðsett undir Eyjafjöllum þar sem fegurð náttúrunnar er allsráðandi og umhverfið hlýlegt og notalegt.

Málun í Múlakoti

Þessa dagana stendur yfir málun innanhúss í Múlakotsbænum en það er Málingarþjónustan ehf. á Selfossi sem sér um verkið.

Nátttúrperlan og útivistarparadísin Skógar undir Eyjafjöllum

Skógafoss undir Eyjafjöllum er einn þekktasti og fallegasti foss landsins, en á Skógum er líka svo mikið meira sem kemur skemmtilega á óvart. Þar eru margar faldar náttúruperlur, afþreying og þjónusta sem vert er að skoða og upplifa, eins og t.d. Völvuskógur, fjöldi fossa í Skógaá og Skógaárgljúfri, Skógasafn, Kvernufoss, fjöldin allur af gisti-, veitinga- og afþreyingamöguleikum. Hér ættu svo sannarlega allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Minningabrot Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar um Múlakot

Séra Sváfnir Sveinbjarnarson er fæddur og uppalinn á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og man vel eftir heimsóknum í Múlakot enda mikill ævintýrastaður og þá sérstaklega garðurinn, skreyttur marglitum ljósum. Séra Sváfnir lýsir einkar vel kynnum sínum af Ólafi Túbals sem var fjölhæfur og listfengur á mörgum sviðum. Séra Sváfnir tók við prestskap af föður sínum á Breiðabólsstað árið 1963 og varð prófastur í Rangárvallaprófastdæmi árið 1973. Árið 1998 hlaut hann lausn frá embættum og býr nú á Hvolsvelli.

Einar í Háamúla rifjar upp gamlan tíma og kynni sín við Múlakotsheimilið

Einar Sigurþórsson frá Háamúla í Fljótshlíð rifjar hér upp gamlan tíma og kynni sín við Múlakotsheimilið. Skemmtilegur og fróðlegur lestur þar sem Einar lýsir íbúum og aðbúnaði í Múlakoti einstaklega vel. Einar Sigurþórsson rafvirki er uppalinn í Háamúla í Fljótshlíð, nokkru innar en Múlakot. Þar hefur hann búið stóran hluta ævinnar og unnið sem rafvirki um áratuga skeið víða um Suðurland. Hann var og er enn tíður gestur í Múlakoti, enda tekur hann nú þátt í enduruppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti.

Góður sumarhiti á Hvolsvelli í dag

Fengum senda þessa góðu mynd frá íbúa á Hvolsvelli rétt í þessu, hitiamælir sem sýnir um 20 stiga hita í forsælu. Helgin lofar góðu í Rangárþingi eystra - fullt af tjaldsvæðum og afþreyingu fyrir alla. Góða helgi

Þórsgata ný 22 km löng gönguleið í Þórsmörk

Þórsgata er ný 22 kílómetra löng gönguleið sem liggur hring í kringum Þórsmörk. Bjarni Freyr hjá Volcano Huts í Húsadal lýsti þessari leið fyrir okkur og ljóst er að Þórsgatan er spennandi valkostur fyrir útivistarfólk og fólk sem vill upplifa eina fallegustu náttúruperlu Íslands. Leiðin liggur upp frá Húsadal, í gegnum Hamraskóg að Slyppugilshrygg og þaðan framhjá Tröllakirkju uppá Tindfjallasléttu, niður Stangarháls og meðfram Krossá að Langadal, upp á Valahnúk, niður eftir endilöngum Merkurrana, út á Markarfljótsaura og endar aftur í Húsadal. Hægt er að skipta leiðinni upp í styttri áfanga allt eftir getu og áhuga. Þegar leiðinni er skipt upp má tala um fimm hringi sem hver um sig býður upp á fallegt útsýni og fjölbreytta upplifun en hægt er að velja allt frá mjög stuttum göngutúrum sem taka ekki nema 20 mínútur upp í heilsdags leiðangra með ýmsum útúrdúrum. Göngufólk getur þannig sett sér takmark um að klára Þórsgötu í heilu lagi eða í eins mörgum áföngum og hentar hverjum og einum. Sjá má ítarlegri upplýsingar um nýju gönguleiðina og aðra þjónustu í Húsadal inn á nýrri heimasíðu Volcano Huts. https://volcanotrails.is/